Lífeyrissjóðir á Íslandi fylgjast grannt með stöðu mála á bandarískum mörkuðum. Sjóðirnir horfa sumir til þess að skuldsetning ríkissjóðs Bandaríkjanna hefur aukist verulega, pólitísk og efnahagsleg áhætta tengd Bandaríkjunum fer vaxandi og mikil samþjöppun er á bandarískum verðbréfamarkaði. MIKILVÆGT AÐ VERA STÖÐUGT AÐ META AÐSTÆÐUR Rósa Björgvinsdóttir, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir að horft sé helst til þriggja þátta við fjárfestingar á bandarískum mörkuðum. Mikla samþjöppun á bandaríska hlutabréfamarkaðnum þar sem sjö hátæknifyrirtæki beri höfuð og herðar yfir önnur, háa skuldastöðu ríkissjóðs Bandaríkjanna og pólitísks óstöðugleika í heiminum.Hún segir að Gildi eigi ekki beinan eignarhlut í bandarískum verðbréfum þar sem eignarhald sjóðsins sé í erlendum sjóðum sem