Trausti Ólafsson skrifar:Börnin fjórtán sem syngja, dansa og leika svo undravel eru stjörnur sýningar Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz, þeim alkunna söngleik sem einkum er ætlaður börnum og var frumsýndur á laugardaginn.Galdrakarlinn í Oz í leikstjórn Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardag. Trausti Ólafsson leikhúsrýnir Víðsjár á Rás 1 fjallar um sýninguna.En það eru fleiri stjörnur sem glitra í þessari sýningu. Mér til halds og trausts á frumsýningunni voru tvær stúlkur, önnur sex ára og hin tíu. Þeirri sex ára fannst góða nornin Glinda, sem Berglind Alda Ástþórsdóttir leikur, glitra skærast og skemmtilegast, enda birtist hún áhorfendum fyrst næstum eins og af himnum ofan þegar hún svífur í loftinu yfir salnum. Sú sem er tíu ára var hrifnust af