Tveir óháðir sérfræðingar sem fengnir voru til að meta fjögur andlát einstaklinga á hjúkrunarheimilum árið 2023 sem voru skráð vegna bólusetninga við COVID-19 í dánarmeinaskrá meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlátin hafi verið í beinu orsakasamhengi við bólusetninguna. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð.