Rannveig Rist hættir sem forstjóri Rio Tinto á Íslandi í vor. Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi forstjóra.Rannveig hefur verið forstjóri Rio Tinto frá árinu 1997.Sunna Björg mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic deildarinnar innan Rio Tinto.Í tilkynningu frá Rio Tinto segir að Sunna Björg hafi langa og fjölbreytta reynslu af stjórnunarstörfum, meðal annars á sviði áliðnaðar og orkuframleiðslu.Sunna Björg starfaði áður sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá HS Orku.Hún er með B.Sc. gráðu í efna- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. SEGIST HLAKKA TIL AÐ LEIÐA FÉLAGIÐ ÁFRAM Sunna Björg segir það mikla ánægju að snúa aftur til starfa hjá Rio Tinto, en hún starfaði þar á