Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að þiggja annað sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það er það sæti sem hún hlaut í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík um liðna helgi en hún hafði boðið sig fram til að leiða listann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á Facebook í dag. Pétur Marteinsson sigraði í forvalinu...