Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sendiherra en sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki undanfarið. Hún segir að missir yrði af Þórdísi Kolbrúnu á þingi ef hún hyrfi til annarra starfa.