Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Talið líklegt að eldurinn hafi kviknað í stofunni

Upptök elds sem kviknaði í íbúð við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudag eru enn ókunn.Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að tæknideild telji líklegt að eldurinn hafi kviknað í stofunni en ekki var hægt að staðfesta eldsupptök vegna mikilla skemmda á íbúðinni. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fær nú gögn lögreglunnar og skilar síðan niðurstöðu sinni.Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan ellefu á sunnudagskvöld. Eldurinn kviknaði í íbúð á jarðhæð fjölbýlishúss og konan sem þar býr var föst inni í íbúðinni. Reykkafarar fundu konuna fljótt og hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Henni er enn haldið sofandi.
Talið líklegt að eldurinn hafi kviknað í stofunni

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta