Hið minnsta þrjátíu hafa farist í miklum vetrarhörkum í Bandaríkjunum síðustu daga og yfir hálf milljón heimila eru án rafmagns.Talsvert snjóaði í New York og nýju illviðri er spáð á austurströndinni næstu helgi.EPA / SARAH YENESELÁstandið er verst í ríkjunum Tennessee, Mississippi og Louisiana. Ennþá snjóar mikið víða um Bandaríkin norðvestanverð og þar ríkir fimbulkuldi.Mörgum skólum var lokað í gær vegna veðursins og þúsundum flugferða var aflýst. Allt flug milli Íslands og Bandaríkjanna í dag virðist vera á áætlun samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Illviðri er spáð á austurströnd Bandaríkjanna um næstu helgi.