Mannréttindasamtökin HRANA telja að rúmlega sex þúsund manns hafi verið drepin í hörðum aðgerðum klerkastjórnarinnar gegn fjöldamótmælunum í Íran. Samtökin, sem hafa aðsetur í Bandaríkjunum, birtu þessa nýjustu áætlun sína í morgun en óttast að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri.HRANA sannreynir öll dauðsföll með fulltingi þéttriðins tengslanets andófsfólks í Íran og þykir hafa birt nákvæmar tölur í liðnum mótmælaaðgerðum þar.Erfiðlega hefur gengið að færa sönnur á mannfallið í ljósi þess að stjórnvöld hafa lokað á netaðgang og símasamband er stopult. Æðsti klerkurinn Ali Khamenei hefur sagt þúsundir liggja í valnum.