Bandaríkin eru enn á ný í brennidepli eftir að fulltrúar landamæraeftirlits Bandaríkjanna skutu almennan borgara til bana í Minneapolis í Minnesota um helgina. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem alríkisfulltrúar drepa þar almennan borgara.Ríkisstjórn Donalds Trump liggur undir þungu ámæli vegna harðra aðgerða ICE - Innflytjendastofnunarinnar og landamæraeftirlitsins, og það hefur orðið enn háværara eftir drápin.Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur, og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, ræddu stöðuna sem uppi er í Bandaríkjunum í Kastljósi í kvöld. LÍKLEGT AÐ TRUMP BEINI SJÓNUM SÍNUM AÐ SVOKÖLLUÐUM „BLÁUM RÍKJUM“ Í REFSINGARSKYNI Magnús segir erfitt að segja til um af hverju Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að einblína á ákveðin fylki í Ban