Ísraelsher hefur endurheimt lík Ran Gvili, síðasta ísraelska gíslsins í Gaza. Sameinuðu þjóðirnar segja tíma til kominn að vopnahléssamkomulagi sé framfylgt eftir meira en tvö ár af stríði og eyðileggingu.„Við fögnum fréttum af þessari þróun og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Það er algjörlega brýnt að vopnahlésfyrirkomulaginu á Gaza verði framfylgt að fullu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Stephane Dujarric, talsmanni Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.Leitin að Ran Gvili liðþjálfa hafði staðið yfir síðan vopnahlé við Hamas tók gildi í október. Nú þegar lík hans hefur fundist getur næsti áfangi í friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafist.Í öðrum áfanga friðaráætlunarinnar felst enduruppbygging og full afvopnun á Gazasvæðinu, þar á meðal afvopnun Hamas o