Kanye West, eða Ye, greiddi fyrir heilsíðuauglýsingu í Wall Street Journal sem kom út í dag, þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu undanfarin ár. Yfirlýsingin sem birt var er titluð „Til þeirra sem ég hef sært“ og beinir hann afsökunarbeiðni sinni sérstaklega til þeldökkra Bandaríkjamanna og gyðinga.