Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar voru í íbúðinni og drápust en slökkviliðsstjóri segir konuna hafa verið komna í sjúkrabíl innan við tíu mínútum eftir að útkallið barst.