Eþíópía telur sig hafa ráðið niðurlögum fyrsta faraldurs Marburg-veirunnar í landinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Engin ný tilfelli hafa greinst í 42 daga.Fyrsta tilfellið greindist 14. nóvember í bænum Jinka, um 430 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Addis Ababa. Fjórtán greindust með smit og níu þeirra létu lífið. Fimm til viðbótar létu lífið en ekki hefur verið staðfest hvort þeir hafi verið með sjúkdóminn.Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir i´tilkynningunni að gott samstarf við heilbrigðisráðuneyti Eþíópíu og landlækni hafa verið helsta ástæða þess að sjúkdómurinn breiddist ekki út í meiri mæli. Innan við sólarhring eftir að fyrsta smitið var staðfest sendi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin 36 sérfræðinga á vettvang og færði starfsfólk til að aðstoða yfirvöld við viðbrögði