Íslenskir jöklar rýrnuðu um 15 milljarða tonna jökulárið 2024 til 2025. Vatnajökull rýrnaði mest, um tæplega 11 milljarða tonna og Hofsjökull og Langjökull um samtals tæplega þrjá milljarða tonna. Verkefnastjóri segir þetta eitt mesta leysingaár í áratugi. MJÖG MIKIÐ TAP Ný samantekt sem unnin var í samstarfi Landsvirkjunar, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands byggir á greiningu afkomumælinga sem stofnanirnar sinna.„Helsta niðurstaðan er í sjálfu sér að það er mjög mikið tap fyrir þetta jökulár fyrir alla jökla sem eru mældir. Þetta er kannski ekki alveg stærsta árið. Það eru stór ár eins og 2010 þegar það var eldgos í Eyjafjallajökli,“ segir Andri Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.Jökulár er frá upphafi ákomusöfnunar í byr