Utanríkisráðueytið segist fylgjast með því að íslensk fyrirtæki flytji ekki út vörur til Rússlands sem þau mega ekki flytja út vegna viðskiptaþvingana sem eru í gildi vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðuneytið segist ekki hafa haft spurnir að því að íslensk fyrirtæki hafi flutt út vörur fyrir hergagnaiðnað í Rússlandi eða að útflutningsbönn hafi verið brotin með öðrum hætti. > Frá því að innrásarstríðið í Úkraínu hófst hefur ráðuneytið reglulega kallað eftir upplýsingum frá tollgæslusviði Skattsins varðandi útflutning á hátæknivörum og útflutningi til ríkja sem Rússar hafa nýtt til þess að sniðganga útflutningsbönn. Þetta kemur fram í svörum frá ráðuneytinu við spurningum um Vélfagsmálið svokallaða og þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Vélfagsmálið er nú rannsakað sem sakamál eftir lögregluaðg