Réttarhöld yfir Margréti Friðriksdóttur tóku á ný á sig óvænta mynd þegar verjandi hennar skrifaði grein á Vísi í dag þar sem hann leggur út af vitnisburði tveggja dómara við aðalmeðferðina yfir Margréti. Annar dómaranna kærði ummæli Margrétar um sig til lögreglu. Sú kæra varð til þess að Margrét var ákærð fyrir ærumeiðingar og aðdróttanir í garð dómarans.Áður höfðu réttarhöldin tekið óvænta stefnu þegar Barbara Björnsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sagði við aðalmeðferðina, að Margrét hefði lagt út af orðrómi um sig. Þann orðróm rakti hún til bréfs sem hún sagði meðdómara sinn hafa ritað, Barbara sagði að sá meðdómari hefði lagt sig í einelti í mestalla öldina.Uppákoman í aðalmeðferðinni var mjög óvenjuleg og það sama má segja um grein verjandans sem birtist í dag. SKOÐAR VITN