Rokksveitin Space Völvö (borið fram Volvo) á plötu vikunnar á Rás, hún heitir Fossil Fuel. Sveitin varð til upp úr vináttu, húmor og þörf strákanna fyrir að spila saman án pressu.Hugmyndin kviknaði í kaffihléi í vinnunni þegar hljómsveitarnafnið Space Völvö kom upp sem grín um pabba-stoner hljómsveit sem varð síðan að alvöru bandi. Hljómsveitin byggir tónlist sína á gömlum riffum og er fyrst og fremst saumaklúbbur til að fá útrás fyrir rokkið.Hljómsveitin er skipuð Þórhalli Ævari Birgissyni söngvara og gítarleikara, Eugéne Jean Philippe Pilard gítarleikara og söngvara, Hrafni Ingasyni gítarleikara, Eyvindi Þorsteinssyni bassaleikara og söngvarara og trommaranum Brynjari Ólafssyni.Space Völvö kom í hljóðstofu til Atla Más Steinarssonar og ræddi sitt fyrsta verk, Fossil Fuel.