Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Einar áfram oddviti Framsóknar í Reykjavík

Línur skýrast ein af annarri fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí. Framsókn í Reykjavík auglýsti eftir framboðum, frestur rann út fyrir helgi og enginn bauð sig fram á móti Einari Þorsteinssyni oddvita sem þá er sjálfkjörinn. Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi er sjálfkjörin í annað sætið. Aðrir fulltrúar verða kynntir á kjördæmisþingi 7. febrúar.„Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og samstöðu innan Framsóknar um hvernig við ætlum að halda inn í sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Einar.Staða Framsóknar er gjörbreytt frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá bætti flokkurinn verulega við sig, fékk fjóra fulltrúa kjörna undir forystu Einars en var ekki með neinn fulltrúa áður. Flokkurinn myndaði síðan meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn. Dagur B.
Einar áfram oddviti Framsóknar í Reykjavík

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta