Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins

Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, var í dag kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og segir það mikinn heiður að fá að takast á við þetta verkefni. „Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun.“Hann segir það hafa tekið sig tíma í upphafi að átta sig á hvernig hann gæti nýtt starf sitt sem þingmaður á alþjóðlegu verkefni. „En á þessu rúma ári hef ég komist að því að þrátt fyrir allt flækjustigið er Evrópuráðsþingið nákvæmlega staðurinn þar sem við eigum að vera.“Færsla Sigurðar Helga á Facebook.Facebook / Sigurður Helgi Pálmason
Sigurður Helgi kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta