Nágrannar nýrrar sumarhúsabyggðar sem nú rís við Skaftafell segja að illa hafi verið staðið að kynningu á breytingum á skipulaginu og ekkert samráð haft við íbúa þegar fjöldi húsa var tvöfaldaður og húsin hækkuð.Þeir hafa kært sveitarfélagið Hornafjörð vegna framkvæmdanna.Sveitastjóri Hornafjarðar segir miður að íbúar upplifi sig ekki nægilega vel upplýsta um framkvæmdirnar.Sveitarfélagið hefur svarað kæru íbúa. TELUR AÐ STAÐIÐ HAFI VERIÐ RÉTT AÐ MÁLINU Sigurjón Andrésson er sveitarstjóri á Hornafirði. Hann segir að það sé nú í höndum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að kanna hvort að ferlið í kringum byggingu sumarhúsanna við Skaftafell hafi verið í samræmi við lög.„ Við teljum okkur hafa staðið rétt að málinu stjórnsýslulega.“Samkvæmt deiliskipulagi frá 2022 var heimilt að