Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars.