Útför Sturlu Böðvarssonar, fv. bæjarstjóra Stykkishólms og fv. ráðherra, fór fram í Stykkishólmskirkju á laugardaginn. Mikið fjölmenni var við útförina. Sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, jarðsöng og kór Stykkishólmskirkju söng við athöfnina og einsöngvari var Benedikt Kristjánsson.