Áfram var mótmælt í Minneapolis í Bandaríkjunum í gærkvöld en nú snerust mótmælin ekki aðeins um að lýsa andstöðu við aðgerðir innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE heldur var líka verið að heiðra minningu Alex Prettis, 37 ára gamals gjörgæsluhjúkrunarfræðings sem ICE-liðar skutu til bana um helgina.Mótmælendur báru skilti með áletrunum á borð við „hættið að drepa okkur,“ og, „nú er nóg komið. Út með ICE.“ Þá kröfðust þeir réttlætis fyrir drápið á Alex.Donald Trump kennir Demókrötum um að ICE-liðar skutu mann til bana í Minneapolis en segir að málið verði rannsakað. Ríkisstjóri Minnesota segir að nú séu vatnaskil og hvetur Trump til að kalla ICE-liða frá borginni.Undir þetta tók Tim Walz ríkisstjóri Minnesota á blaðamannafundi sem hann hélt í gærkvöld. „Þetta eru vatnaskil, Ba