Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Jarðskjálfti 2,9 að stærð varð rúmlega fjóra kílómetra suðsuðvestur af Geirfugladranga á Reykjaneshrygg klukkan 11:31. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir jarðskjálfta oft verða á þessu svæði. Þessi skjálfti sé ekki hluti af hrynu en sé sá stærsti sem hefur mælst það sem af er degi.
Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta