Sigríður Á. Anderssen, þingflokksformaður Miðflokksins, sér í fljótu bragði ekki ríkar ástæður fyrir því að fresta talningu atkvæða í kosningum fram á næsta dag. Hún segir að menn megi ekki mikla talninguna fyrir sér og að ykilatriði sé að manna kjörstaði með reynslumiklu fólki.