Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Hann stóð beint fyrir framan mig og ég grenjaði í tvo tíma“

Kolbrún Sveinbjörnsdóttir er afar reynslumikil söngkona og á sextíu ára starfsafmæli á næsta ári. Hún var tvítug þegar hún byrjaði að koma fram hverja helgi með hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar á Ísafirði og svo fylgdi Suðurlandið, Þórskaffi, Broadway, Hótel Örk og víðar. Hún var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist Lífið við tjörnina. Það samdi hún þegar hún sat við gluggann heima hjá sér og horfði á tjörnina. Hún hafði fylgst með andapari sem þar dólaði og loks einn daginn þegar þeim fylgdi flokkur af ungum kom lagið til hennar og textinn sömuleiðis svo hún dreif sig í stúdíó. Kolbrún kíkti í Síðdegisútvarpið á Rás 2 og sagði Kristjáni Frey Halldórssyni og Margréti Marteinsdóttur frá.„Ég byrjaði 1967 á Ísafirði með Ásgeiri. Þar spiluðum við þrjú kvöld í viku. Svo flyt ég suður og hætti a
„Hann stóð beint fyrir framan mig og ég grenjaði í tvo tíma“

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta