Síðasta vika janúarmánaðar er gengin í garð og stjörnur landsins halda áfram að njóta lífsins til hins ítrasta, hvort sem það er á seiðandi suðrænum slóðum, í skíðaferðum á Norðurlandi eða í krúttlegum hversdagsleika. Bóndar landsins fengu sætar kveðjur á samfélagsmiðlum á föstudag og Gugga í gúmmíbát heiðraði aðdáendur eftir nokkurra vikna fjarveru frá myndbirtingum.