Sérstök réttindasamtök norskra hermanna sem sinna tímabundinni herskyldu (Tillitsvalgtordningen i Forsvaret, TVO) vilja hleypa af stokkunum tilraunaverkefni þar sem hermönnum verður leyft að drekka áfengi í herbúðum á meðan þeir sinna herskyldu.Í dag mega þeir ekki drekka áfengi á yfirráðasvæðum hersins, samkvæmt norskum varnarmálalögum. HAFA VILJAÐ BREYTA ÞESSU Í RÚMA HÁLFA ÖLD „Við höfum fært mikla ábyrgð í hendur þessara hermanna, þeir fá vopn og þeir eru tilbúnir að berjast og deyja fyrir fósturjörðina, fyrir mér er það sjálfsagt að leyfa þeim að fá sér bjór í mötuneytinu,“ segir Rune Wenneberg, yfirliðsþjálfi í norska hernum.Fullgildir hermenn norska hersins mega aftur á móti drekka áfengi í sínum matsölum. Þessari misskiptingu hefur TVO viljað breyta í yfir 50 ár, að því er segir