Landskjörstjórn telur brýnt að lausn verði fundin á þeim vandkvæðum sem fylgja talningu atkvæða undir tímapressu í alþingiskosningum. Í því skyni hefur meðal annars verið lagt til að skoðað verði hvort ákjósanlegra sé að talning atkvæða fari fram daginn eftir kjördag.