Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Íbúi fjölbýlishúss fluttur til Reykjavíkur eftir eldsvoða

Einn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir bruna í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í gærkvöld. Hann var enn innandyra þegar slökkvilið bar að en náðist fljótt út, að því er segir í frétt Vísis sem vitnar í tilkynningu frá lögreglu. Fimmtán aðrir íbúar hússins komust út af sjálfsdáðum. Það fólk var flutt á öruggan stað skammt frá og naut liðsinnis starfsmanna Rauða krossins. Tilkynning um eldinn barst laust fyrir klukkan ellefu og viðbragðsaðilar voru áfram á vettvangi eftir að hann var slökktur. Vísir fékk ekki upplýsingar um líðan þess sem fluttur var á sjúkrahús þegar eftir þeim var leitað hjá Bjarneyju Annelsdóttur, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Íbúi fjölbýlishúss fluttur til Reykjavíkur eftir eldsvoða

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta