Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Forsetinn segir nóg komið af íhlutun Bandaríkjanna

Delcy Rodriguez, sitjandi forseti Venesúela, kveðst hafa fengið sig fullsadda af fyrirskipunum frá Bandaríkjastjórn. Hún sagði þetta í ræðu frammi fyrir hópi olíunámumanna.„Nú er nóg komið af fyrirmælum til venesúelskra stjórnmálamanna frá Washington. Við skulum sjálf leysa úr ágreiningsmálum og deilum innanlands. Ég hef fengið nóg af íhlutun erlendra afla,“ sagði Rodriguez.Hún var varaforseti Nicolasar Maduro og var sett í forsetaembættið þegar bandarískar sérsveitir námu hann brott 3. janúar ásamt forsetafrúnni Ciliu Flores.Hann er í gæsluvarðhaldi í New York, ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot, sem hann kveðst saklaus af. Síðan þá hafa bandarísk yfirvöld átt í miklum samskiptum við Rodriguez og forsetinn Donald Trump sagst hafa tögl og hagldir í olíuiðnaði Venesúla.
Forsetinn segir nóg komið af íhlutun Bandaríkjanna

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta