Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir sigur Péturs Marteinssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík ákall um breytingar. Um 63 prósent af tæplega fimm þúsund þátttakendum í prófkjörinu völdu Pétur í fyrsta sætið en 29 prósent Heiðu Björgu Hilmisdóttur. Pétur segist þakklátur fyrir stuðninginn og treysti sér í verkefnið.„Við þurfum, Samfylkingin, að viðurkenna einhver mistök, viðurkenna að við höfum kannski aðeins farið út af sporinu. Við þurfum að einbeita okkur að því að ná aftur til borgarbúa og öðlast traust borgarbúa og það er það sem ég treysti mér til að gera,“ segir Pétur. „Greinilega hafa kjósendur Samfylkingarinnar óttast það að valdþreyta gæti komið niður á flokknum í kosningunum í vor, rétt eins og valdþreyta kom niður á ríkisstjórnarflokkunum í síðustu þingkosnin