Ísraelskir hermenn leituðu í grafreit á norðanverðri Gaza-ströndinni að líkamsleifum Rans Gvili, eina gísls Hamas sem hreyfingin hefur ekki enn skilað. Talsmaður hersins segir sérhæfða leitarflokka að störfum ásamt rabbínum og sérfræðingum sem gætu borið kennsl á lík með tannrannsókn.Forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú segir í yfirlýsingu að allt kapp verði lagt á að finna lík Gvilis með öllum mögulegum ráðum. Hann segir jafnframt að um leið og Gvili finnist verði landamærahliðin í Rafah yfir til Egyptalands opnuð, en aðeins fyrir fólki.Það er hluti af vopnahléssamkomulaginu frá því í október. Talsmaður hernaðararms Hamas segir að milligöngumönnum hafi verið látnar í té allar upplýsingar um hvar lík Gvilis kynni að vera að finna. Ísraelsmenn væru einmitt við leit á einum þeirra staða.