Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage býður sig fram á lista Miðflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Kristín tilkynnti framboðið á Facebook-síðu sinni í dag.„Ég tel mig falla vel að grunngildum Miðflokksins: skynsemi, ábyrgum fjármálum, virðingu fyrir fólki og samfélagi, raunhæfum lausnum sem þjóna borgarbúum, ekki kerfinu. Ég vil leggja mitt af mörkum til praktískrar vinnu þar sem hagsmunir borgarbúa eru í forgangi og grunnþjónustu fyrst og fremst sinnt,“ skrifar Kristín.Kristín segist brenna einna helst fyrir skólamálum og öllu sem varði börn og ungmenni.Aðsend