Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður telur brotið á hælisleitendum og öðrum erlendum einstaklingum með óskýrum reglum um íslenskun ökuskírteina. Hann telur nauðsynlegt að skýra regluverkið í kringum ökuréttindi erlendra einstaklinga.Ferðamenn og aðrir sem koma hingað til lands og hafa ökuréttindi í heimalandi sínu geta keyrt hér á landi í ákveðinn tíma. Eftir að þeim tíma líkur er þeim gert skylt að fá sér íslenskt ökupróf.„Þessi tími samkvæmt reglugerð er frá því að þú átt fasta búsetu hér á landi,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem rekur sem stendur tvö mál fyrir Landsrétti sem snúa að ökuréttindum hælisleitenda.„Nú er það þannig að umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa gjarnan að bíða í tvö til þrjú ár eftir því að fá niðurstöðu og á meðan eru þeir ekki með kennitölu eða lögheimi