Aðstoðarmaður Ölmu Möller heilbrigðisráðherra segir „hægrið“ ekki hafa sigrað í forvali Samfylkingarinnar í gær og tilgreinir þrjá frambjóðendur sem náðu kjöri, sem hún segir ekki hægri sinnaða. Þar fyrir utan tali Pétur H. Marteinsson, nýr oddviti flokksins í borginni, eins og frjálslyndur jafnaðarmaður.