Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fella tug dingóa eftir dularfullt dauðsfall ferðamanns

Stjórnvöld í Queensland í Ástralíu hafa ákveðið að aflífa hóp dingóhunda sem talinn er tengjast dauðsfalli kanadísks ferðamanns á eynni K’gari. Frumbyggjasamfélagið á staðnum telur viðbrögð stjórnvalda yfirdrifin og óttast framtíð stofnsins.Piper James, 19 ára ferðamaður frá Kanada, fannst látin á strönd á K’gari á mánudag, umkringd dingóum. Krufningarskýrsla var birt á föstudag og niðurstaða hennar bendir til drukknunar. Þar að auki var James með áverka sem bentu til þess að dingóar hefðu bitið hana.Réttarlæknir sagði að áverkarnir bentu ekki til þess að dingóa-bit hefðu verið bein dánarorsök. Þá væru ekki vísbendingar um neitt saknæmt. Hins vegar þurfi frekari rannsóknir til að fá afgerandi niðurstöðu. Það gæti tekið einhverjar vikur.Dauði James hefur vakið mikið umtal í Queensland og fó
Fella tug dingóa eftir dularfullt dauðsfall ferðamanns

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta