Bjarni Halldór Janusson hefur gengið til liðs við Samfylkinguna.AlþingiBjarni Halldór Janusson ætlar að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir greinir frá.Ekki liggur fyrir hvaða sæti Bjarni tekur á framboðslista. Uppstillingarnefnd kynnir tillögu að lista flokksins í Reykjanesbæ á félagsfundi á þriðjudag.Bjarni var á meðal fyrstu félaga í Viðreisn og var fyrsti forseti ungliðahreyfingar flokksins. Hann tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður flokksins 2017 og varð þá yngstur til þess að gera það. Það met hefur síðan verið slegið. Hann starfaði um tíma sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, á síðasta kjörtímabili.