Íslenskur líffræðingur er annar aðalhöfundur ritrýndrar vísindagreinar sem vakið hefur alþjóðlega athygli en þar er fjallað um erfðarannsókn á 14.400 ára gömlum bita af loðnashyrningi sem fannst í maga forns úlfahvolps. Loðnashyrningar dóu út um 400 árum síðar.