Embættismönnum bandaríska alríkisins og ríkisins Minnesota greinir á um staðreyndir er varða dráp alríkisfulltrúa á almennum borgara í Minneapolis í gær. Myndskeið sem fjölmiðlar vestanhafs hafa sannreynt virðast grafa undan fullyrðingum alríkisins um að ógn hafi stafað af Alex Jeffrey Pretti og að hann hafi verið skotinn í sjálfsvörn.Hvað vitum við um það sem gerðist í gær?Alex Pretti var skotinn til bana á almannafæri í sunnanverðri Minneapolis um klukkan níu að morgni að staðartíma. Alríkisfulltrúar og mótmælendur voru í nágrenninu og spennan var mikil.Foreldrar Prettis sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau segjast bæði niðurbrotin og reið. Þau kalla eftir því að sannleikurinn verði sagður um son þeirra og saka stjórn Trumps um ógeðfelldar lygar um hann. Hver var Alex Pretti? Alex