Fyrir ofan tunglið svífur geimskip eggfólksins undir stjórn Tromps hins fjórða sem hyggst útrýma mannkyninu. Á jörðu niðri er Grímur, guð í líki manns, sem bíður eftir skipun frá æðsta guði um að hafa uppi á Loka til að finna Jesú áður en lokabaráttan hefst. Það er í grófum dráttum söguþráðurinn í nóvellu sem kom út rétt fyrir jólin og kallast Guðir og annað fólk eftir Steingrím Dúa Másson. Steingrímur hefur fengist við kvikmyndagerð en á yngri árum 1987-8 gaf hann út tvær bækur. Upp frá því hefur margt endað í skúffunni en þessi gerði það ekki og er fáanleg hjá útgefanda, Steingrími sjálfum og í versluninni Nexus. Þetta er satírísk, dálítið brjáluð og reifarakennd vísindaskáldsaga af gamla skólanum þar sem hið góða mætir hinu illa, goðsögur blandast saman í súrrealískri framtíðarsögu. Ste