Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Tveir ungir ökumenn staðnir að ofsaakstri

Ungu ökuþórarnir voru gripnir í almennu umferðareftirlit lögreglu.Mynd/Bjarni RúnarssonLögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip ökumann sem ók á 165 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 og annan sem ók á 157 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Þeir voru báðir sviptir ökuréttindum á staðnum. Þetta kemur fram í upplýsingapósti þar sem farið er yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir báða ökumennina hafa verið undir tvítugu. Þeir hafi verið gómaðir af lögreglu við umferðareftirlit með hraðamæli, annars vegar á Hafnarfjarðarvegi og hins vegar á Reykjanesbraut gegnt Smáralind.„Akstur af þessu tagi er stórhættulegur,“ segir Ásmundur um aksturslag ungu mannanna.
Tveir ungir ökumenn staðnir að ofsaakstri

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta