Tveir oddvitaframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafa stofnað til bandalags og hyggjast styðja hvort annað. Þau Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður flokksins í Norðausturkjördæmi, og Heimir Örn Árnason, núverandi oddviti flokksins í bæjarstjórn og forseti bæjarstjórnar, höfðu bæði sóst eftir fyrsta sæti á lista í komandi sveitarstjórnarkosningum.Þau greina frá því á Facebook að þau ætli að styðja hvort annað í aðdraganda röðunarfundar fulltrúaráðs flokksins. Heimir styður framboð Berglindar til oddvitasætis og Berglind styður Heimi í annað sæti listans.„Þessi ákvörðun er ekki tekin af léttúð heldur byggir á sameiginlegri sýn á það sem skiptir Akureyri mestu máli,“ segir í tilkynningu. Þau hafi séð það á síðasta kjörtímabili hve mikilvægt sé að vinna saman að la