Icelandair hefur aflýst fimm ferðum frá Keflavíkurflugvelli til borga í norðvesturhluta Bandaríkjanna síðdegis í dag. Sömuleiðis hefur fimm ferðum frá Bandaríkjunum til Íslands verið aflýst í fyrramálið.Ferðirnar sem um ræðir eru til og frá Boston, Washington, Baltimore, Newark og New York. Þess má geta að aðrar ferðir félagsins til Bandaríkjanna eru á áætlun.Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, segir að ferðunum hafi verið aflýst vegna óveðurs í Bandaríkjunum. Hún segir þetta hafa áhrif á ferðir um 1.100 farþega. Unnið sé að því að endurbóka ferðir þeirra. „Við höldum áfram að fylgjast grannt með því hvernig veðrið þróast og munum halda farþegum upplýstum ef frekari breytingar verða á flugi,“ segir Ásdís í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 200 MILLJÓN