„Við erum innilega þakklát Íslandi,“ segir John Aylieff, æðsti fulltrúi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Program) í Afganistan, en hann var staddur hér á landi í vikunni. Þetta var fyrsta heimsókn Aylieffs til landsins, en hann er á ferðalagi um Norðurlöndin til þess að ræða við stjórnvöld þar um ástandið í Afganistan.