Yfir 20 milljónir erlendra ferðamanna sóttu Pólland heim á síðasta ári. Spár gera ráð fyrir að ferðamönnum haldi áfram að fjölga og þeir verði allt að tuttugu og þrjár milljónir í ár.Fjöldi erlendra ferðamanna til Póllands hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Flestir ferðamenn koma frá Þýskalandi, þar á eftir Úkraínumenn og þá Bretar. Pólska ríkisútvarpið greinir svo frá.Æ fleiri ferðamenn koma frá nágrannalöndunum og Evrópu en líka frá Bandaríkjunum. Bandarískir ferðamenn eru duglegir að taka upp veskið í fríum sínum í Póllandi og eyða að jafnaði meira en evrópskir ferðamenn. Ferðaþjónusta er nú tæp 5% af vergi landsframleiðslu landsins.Malopolska-hérað í suður Póllandi er vinsælast meðal erlendra ferðamanna og Krakow er vinsælasta borgin. Menning, sögulegir staðir, viðburðir og matarme