„Þetta var blint stefnumót, en ég held að við Sigurður höfum verið í einhverjum hugsanaflutningi, ég er alveg viss um það,“ segir myndlistarkonan Kristín Karólína Helgadóttir um samstarf þeirra Sigurðar Guðmundssonar fyrir sýninguna Blind date, sem opnaði í Ásmundarsal um helgina.Þar umbreytist innihald pennaveskis í himingeiminn, alda gleypir harmónikkuslóð á kínverskri strönd, plútóblýantur mætir jafnóðum strokleðrum í yfirstærð og tilfinningin fyrir víðáttunni í hversdagsleikanum er kitluð úr öllum höfuðáttum. Melkorka Ólafsdóttir ræddi við þau Kristínu Karólínu og Sigurð í Víðsjá á Rás 1. SEGIR ALLTAF JÁ VIÐ ÖLLU Sigurður rifjar upp hvernig samstarf þeirra hófst. Hann fékk símtal og svaraði. Á hinum enda línunnar var rödd konu sem hann kannaðist ekki við. „Ég kveikti ekki alveg á pe