Þó að færeyska karlalandsliðið í handbolta sé úr leik á Evrópumeistaramótinu geta Færeyingar unað glaðir við sitt. Þeir eru fámennasta þjóðinn sem unnið hefur leik á EM og rúm 10% þjóðarinnar gerðu sér ferð til Oslóar að hvetja liðið til dáða.Þótt færeyska liðið hafi ekki komist í milliriðil að þessu sinni tókst því að sýna hvað í því býr. Í Heimskviðum var fjallað um uppgang færeyska ævintýrisins, hvernig þeim tókst að búa til þetta hörkulið á örfáum árum.„Það eru tíu til fimmtán ár síðan farið var að rífa handboltann almennilega upp hér í Færeyjum af alvöru. Það hafa margir duglegir og góðir þjálfarar komið hingað, til dæmis frá Danmörku. Og margir hér áhugasamir um að bæta sig í þjálfun og hvernig börnum er sinnt í íþróttinni. Ég kíkti aðeins á tölur yfir hanboltaiðkendur hér í Færeyjum