Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er ekki meðal sex efstu í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún hafði nýlega vistaskipti frá Pírötum til Samfylkingarinnar og sóttist eftir fjórða til sjötta sætinu. Þórhallur Valur Benónýsson, formaður kjörstjórnar, sagði í samtali við fréttastofu mikinn mun á atkvæðum í 6. og 7. sæti. Hann staðfesti jafnframt að Dóra Björt væri ekki í 7. sæti, heldur Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kveðst ætla að ráðfæra sig við sitt fólk og íhuga hvort hún vilji skipa annað sætið í kosningunum í vor eftir að Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, varð efstur í flokksvalinu. Hann leiðir því flokkinn í kosningum í vor. Niðurstöður fyrir sex efstu sætin eru bindandi fyrir uppstillin